Upprifjunardagur blokkflautunemenda

Upprifjunardagur blokkflautunemenda 12.janúar í Reykjanesbæ

Íslenska Suzukisambandið stendur fyrir upprifjunardegi fyrir blokkflautunemendur í Reykjanesbæ 12.janúar 2019 kl 11:00-13:30. Spilað verður yfir öll lög úr bókum 1 og 2, sópran. Skilyrði fyrir þáttöku er að greiðsla árgjalds 2018-2019 sé frágengin.

Stjórnandi verður Ína Dóra Hjálmarsdóttir, inadorah@gmail.com

 

Skráning á upprifjunardaginn: https://goo.gl/forms/X8uA1upuqxiNCQvd2

Gítarnámskeið

8.-9.desember 2018

Suzukisambandið stendur fyrir námskeiði fyrir fyrir gítarnemendur dagana 8-.9.desember.

Námskeiðið verður laugardaginn 8.desember frá kl 14.00 - 18.00 í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík Sóltúni. Sunnudaginn 9.desember verður síðan æfing fyrir tónleika í Tónskóla Sigursveins, Engjategi milli 10:00 - 11:30. Síðan verða lokatónleikar á sama stað milli kl 12:00 - 13:00

Þáttökugjald er 6500 kr á nemanda. Athugið að þetta er með fyrirvara um að þáttaka verði næg).

Nánari upplýsingar má finna inn á skráningarsíðunni: 
https://goo.gl/forms/kXU7GFMR1o5y61ei1

Aðalfundur 2018

 

 

Aðalfundur Íslenska Suzukisambandsins verður haldinn á afmælisdegi Shinichi Suzuki þann 17.okt 2018 kl 20 í sal Tónlistarskóla Sigursveins Engjategi 1. 

Nánari upplýsingar má finna inn á facebook síðu sambandsins

 

 

bkv. stjórnin :) 

 

 

 

 

Skráning sumarnámskeið 2018

fyrir strengjanemendur og píanómnemendur

Skráning er hafin á Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins fyrir

·      Strengjanemendur 20-24.júní

·      Píanónemendur 22-24.júní.

·      Blokkflautunemendur 24-26.ágúst.

 

Skráningarformið fyrir píanó og strengjanemendur má finna hér  

Skráningarformið fyrir blokkflautunemendur má finna hér

 

 

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna inn á facebook síðu sambandsins

Athugið að skráningin er með fyrirvara um að fjöldi þáttakanda sé nægur

Suzukitónleikar 25.febrúar og 3.mars

 

 

SUZUKITÓNLEIKAR

 

BLOKKFLAUTU-, PÍANÓ OG STRENGJANEMENDA

Sunnudaginn 25. febrúar í Grensáskirkju

klukkan 14.30 og 16.30

 

PÍANÓ-, GÍTAR OG ÞVERFLAUTUNEMENDA

laugardaginn 3. mars í Tónlistarskóla Garðabæjar

klukkan 11:00, 13:00 og 15:00

 

Miðaverð er 1500 krónur

Frítt fyrir börn 12 ára og yngri

Miðar seldir við innganginn

Athugið að eingöngu er tekið við reiðufé!

Boðið verður upp á kaffi og kleinur að tónleikum loknum

 

 

Tónleikar 11.febrúar

Allir að mæta !

ATH: Tónleikunum er frestað útaf veðurspá

Kæru félagsmenn, 

eftir að hafa talað við veðurstofuna sjáum við okkur ekki fært annað en að fresta tónleikahaldi í dag.  

 

keðja Stjórnin

 

 

Suzukitónleikar Sunnudaginn 11.febrúar

- Allir að mæta! 

 

Við hvetjum alla suzukinemendur og fjölskyldur þeirra til að mæta á tónleika Suzukisambandsins næsta sunnudag, 11. febrúar.   

Tónleikarnir verða haldnir í Grensáskirkju og Tónlistarskóla Garðabæjar og eru liður í fjáröflun vegna ráðstefnu sem sambandið stendur fyrir í apríl nk. 

Fjöldi nemenda frá öllum suzuki-tónlistarskólum á stór Reykjavíkursvæðinu taka þátt í fjörugu samspili. 

 

 vStrengir spila í Grensáskirkju kl. 14:30 og 16:30 við undirleik strengjasveitar kennara.

 v Píanó, gítar og flautur spila í Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 11:00, 13:00 og 15:00.

 v  Miðaverð er kr.1500. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. 
     Miðar eru seldir við innganginn og á æfingum frá 12.30 í Grensáskirkju og 10.00 í Garðab

v  Léttar veitingar fyrir alla.

 

Athugið að eingöngu er tekið við reiðufé!

                                                                                                          Vonumst til að sjá sem flesta! 

                                                                                                     Stjórn Íslenska Suzukisambandsins. 

 

 

 

 

 

 

v  

 

 

Vornámskeið 2017 - lokaútkall

Vornámskeið 2017

 

Hægt er að skrá nemendur á námskeiðið með því að smella hér.

Skráning á vornámskeið 2017

Skráning er hafin á Vornámskeið Suzuki-sambandsins 2017. Hægt er að skrá þáttakendur með því að smella hér.

Vornámskeið 2017

Vornámskeið 2017

Ný heimasíða Íslenska Suzukisambandisins

Íslenska Suzukisambandið hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu. Verður leitast við að hafa á síðunni nýjar og ferskar fréttir um það sem er á döfinn hjá sambandinu. 

 

Sýna eldri fréttir

Á döfinni

Sjáðu hvað er næst á döfinni hjá okkur

  • Mimi Zweig hóptími

  • Aðalfundur 17.okt kl 20

  • Suzukitónleikar 3.mars í Tónlistarskóla Garðabæjar