Velkomin á
heimasíðu Íslenska Suzukisambandsins
Íslenska Suzukisambandið er félag kennara og fjölskyldna barna sem stunda hljóðfæranám eftir móðurmálsaðferð Dr. Shinichi Suzuki. Allir áhugamenn um kennsluaðferðina eru velkomnir í sambandið. Félagsgjöld 4.000,- kr. á fjölskyldu eru innheimt árlega, annað hvort með skólagjöldum eða með greiðsluseðli.
Hér er hægt að skrá sig í Suzukisambandið:


Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins 2025 - Skráningarfrestur til 4.apríl

Sumarnámskeið Suzukisambandsins 2025 verður haldið í Flataskóla og Tónlistarskóla Garðabæjar 7.-10. ágúst.
Kennt verður á fiðlu, víólu, selló, píanó, gítar, þverflautu og blokkflautu.
Frábær hópur innlendra og erlendra kennara verða á námskeiðinu.
Það verða breytingar frá síðasta stóra námskeiði.
Stærsta er sú að elstu nemendurnir verða í Kammerhópum, oft þvert á hljóðfæri og verða þeirra dagar því lengstir. Stefnan er að hafa hafa dagana hjá yngri nemendum aðeins styttri og verð fyrir námskeiðið er að sjálfsögðu í samræmi við það. Við höfum líka þjappað aðeins dögunum saman og reynum að hafa ekki margar og langar pásur, nema hádegispásu.
Skipting í hópa verður í grófum dráttum;
Tilbrigðabörn (upp í lag 4 í fyrstu bók) greiða 20.000,- krónur
Nemendur í fyrstu bók greiða 25.000,- krónur
Nemendur í bók 2-5 greiða 30.000,- krónur
Kammernemendur (lok bókar 5 og upp úr) greiða 35.000,-
Systkinaafsláttur:
1.barn = fullt gjald,
2.barn = 25% systkinaafsláttur,
3. barn= 50% systkinaafsláttur,
4.barn = 75% systkinaafsláttur.
Ef gjald er mismunandi skal reikna afslátt af lægra gjaldinu og síðan koll af kolli (þ.e mestur afsláttur af lægsta gjaldi)

Suzukiaðferðin
Upphafsmaður aðferðarinnar var japanski fiðlukennarinn Shinichi Suzuki sem fæddist árið 1898 og lést 1998.
Fregnir af frábærum árangri hans við fiðlukennslu bárust fyrst til Bandaríkjanna um 1960. Suzukikennsla hófst fyrir alvöru á Íslandi um og upp úr 1980. Suzukiaðferðin byggir á þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og þau geta öll lært móðurmál sitt. Það sem til þarf er tónlist í umhverfinu, góður kennari og virk þátttaka og uppörvun foreldra.
Helstu einkenni aðferðarinnar eru:
– Börnin geta byrjað ung eða um þriggja til fimm ára.
– Börnin læra eftir eyra með stöðugri hlustun á námsefnið
– Nótnalestur bætist við síðar
– Foreldrar fylgja með í alla tíma og æfa með börnunum heima
– Námið felst bæði í einkatímum og hóptímum
– Upprifjun er snar þáttur í náminu
– Ýmislegt fleira má nefna, t.d. jákvætt hugarfar og hvatning, börnin
eru látin koma fram á tónleikum mjög snemma, foreldrafræðsla í
byrjun, einbeiting að einu atriði í einu, leikur og gamansemi,
herminám fremur en útskýringar.